Home Fréttir Í fréttum 12.08.2025 Suður­eyri – Grjót­garður og dýpk­un 2025

12.08.2025 Suður­eyri – Grjót­garður og dýpk­un 2025

53
0
Suðureyri

Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í verkið “ Suðureyri – grjótgarður og dýpkun 2025”.

Í verkinu felst lenging skjólgarðs um 27 m og stækkun hafnarkvíar þar sem upptekt er nýtt til landfyllingar sem verður grjótvarin.

Helstu magntölur:
Grjót úr námu á Ísafirði um
400 m3
Upptekt og endurnýting grjóts, sprengds kjarna og fyllingarefnis um
7.400 m3
Dýpkun frá landi um
3.200 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. mars 2026.

Útboðsgögn eru afhent rafrænt í TendSign útboðskerfinu. Afhending gagnanna er án endurgjalds, frá og með þriðjudeginum 29. júlí 2025.

Tilboði skal skila rafrænt í TendSign útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. ágúst 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.