Home Fréttir Í fréttum Brú fannst undir Suðurlandsbraut

Brú fannst undir Suðurlandsbraut

30
0
Þar sem líklega var áður timburgólf er nú steypt brúargólf en undir því sjást um fimm raðir af grágrýti. mbl.is/Ólafur Árdal

Brú sem tal­in var horf­in kom í ljós við fram­kvæmd­ir Orku­veit­unn­ar á Suður­lands­braut í liðinni viku. Á korti frá 1902 var brú merkt þar sem áður lá Lauga­veg­ur yfir Fúlutjarn­ar­læk og nú er Suður­lands­braut.

Brú­in var merkt inn á kort frá ár­inu 1902. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Í Sarp­in­um seg­ir að lík­lega hafi brú­in verið tré­brú á stein­hlöðnum stólp­um. Þar sem lík­lega var áður timb­urgólf er nú steypt brú­argólf en und­ir því sjást um fimm raðir af grágrýti, sem hef­ur lík­lega verið sótt í grjót­námuna í Rauðaár­holti fyr­ir norðan Sjó­manna­skól­ann.

Brú­in upp­götvaðist við fram­kvæmd­ir Orku­veit­unn­ar í liðinni viku, mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Talið er lík­legt að banda­ríski her­inn hefði breikkað brúnna til norðurs og þá hefðu stólp­arn­ir og nýtt brú­argólf verið steypt en Suður­lands­braut var ein af aðalleiðunum út úr bæn­um á þess­um tíma.

Vest­ari brú­in á Elliðaán­um var þá gerð úr steypu auk þess að brú­in yfir eystri kvísl­ina var end­ur­gerð með steypu árið 1941.

Fúlutjarn­ar­læk­ur var sett­ur í stokk um og eft­ir 1957 og það kallað Kringlu­mýr­ar­hol­ræsi, sem er enn í notk­un aðeins vest­an við gömlu brúna. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Fúlutjarn­ar­læk­ur var sett­ur í stokk um og eft­ir árið 1957 og það kallað Kringlu­mýr­ar­hol­ræsi, sem er enn í notk­un aðeins vest­an við gömlu brúna.

Heimild: Mbl.is