
Brú sem talin var horfin kom í ljós við framkvæmdir Orkuveitunnar á Suðurlandsbraut í liðinni viku. Á korti frá 1902 var brú merkt þar sem áður lá Laugavegur yfir Fúlutjarnarlæk og nú er Suðurlandsbraut.

Í Sarpinum segir að líklega hafi brúin verið trébrú á steinhlöðnum stólpum. Þar sem líklega var áður timburgólf er nú steypt brúargólf en undir því sjást um fimm raðir af grágrýti, sem hefur líklega verið sótt í grjótnámuna í Rauðaárholti fyrir norðan Sjómannaskólann.

Talið er líklegt að bandaríski herinn hefði breikkað brúnna til norðurs og þá hefðu stólparnir og nýtt brúargólf verið steypt en Suðurlandsbraut var ein af aðalleiðunum út úr bænum á þessum tíma.
Vestari brúin á Elliðaánum var þá gerð úr steypu auk þess að brúin yfir eystri kvíslina var endurgerð með steypu árið 1941.

Fúlutjarnarlækur var settur í stokk um og eftir árið 1957 og það kallað Kringlumýrarholræsi, sem er enn í notkun aðeins vestan við gömlu brúna.
Heimild: Mbl.is