Úr fundargerð Byggðarráðs Rangárþing eystra þann 17.07.2025
Auglýst var eftir tilboðum í verkið Bergþórugerði 1. áfangi í júní. Þrjú tilboð bárust í verkið og þann 2. júlí voru tilboðin opnuð á skrifstofu Rangárþings eystra að Austurvegi 4 að viðstöddum þeim bjóðendum sem það kusu.
Niðurstaða tilboða er eftirfarandi:
- Stórverk ehf 157.247.268 kr
- Gröfuþjónustan og Smávélar 132.084.998 kr
- Steypudrangur ehf 154.434.947 kr.
Yfirferð verðtilboða og yfirferð á hæfisskilyrðum útboðs- og samningsskilmála hefur verið unnin af Verkfræðistofunni Eflu, f.h. Rangárþins eystra. Ekki voru gerðar neinar athugasemdir við hæfisskilyrði útboðs- og samningsskilmála. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Smávélar ehf og Gröfuþjónustan á Hvolsvelli ehf.
Samþykkt með þremur samhjóða atkvæðum.