Home Fréttir Í fréttum 17.07.2017 Forval Alútboð á stækkun póstmiðstöðvar fyrir Íslandspóst

17.07.2017 Forval Alútboð á stækkun póstmiðstöðvar fyrir Íslandspóst

223
0
mynd: Fréttablaðið/Arnór

Ríkiskaup, fyrir hönd Íslandspósts hf, kt. 701296-6139, óska eftir umsóknum í þátttöku í forvali vegna alútboðs á stækkun póstmiðstöðvar fyrir Íslandspóst hf. Hér er um að ræða opið forval innanlands þar sem fimm stigahæstu aðilum verður boðin þátttaka í lokuðu alútboði.

<>

Forvalsgögnum þessum er ætlað að kynna væntanlegt útboðsverk og tilgreina þær upplýsingar sem óskað er eftir að verktakar leggi fram með umsókn sinni um þátttöku.

Fyrirhugað er að stækka póstmiðstöð Íslandspósts að Stórhöfða 32 í Reykjavík. Annarsvegar er um að ræða stækkun á iðnaðarhúsnæði, um 820m² (4.600 m³), í byggingu sem reist verður við enda núverandi aðalbyggingar og hinsvegar um 270m² (800m³) viðbyggingu við suðurálmu vegna starfsmanna- og þjónustuaðstöðu þar sem byggt verður við núverandi mötuneyti sem breyta þarf að hluta, bæði eldhúsi og matsal. Í iðnaðarhúsnæðinu er einnig milligólf.