Fyrirhugað er að framkvæmdir á um 160 lúxusíbúðum á þéttingarreit við Kópavogshöfn hefjist á næsta ári en gert er ráð fyrir að húsið verði tvær til fimm hæðir og samtals um 26.675 fermetrar ofan- og neðanjarðar.
Meðfram framkvæmdunum hefur Kópavogsbær einnig áformað að ráðast í breytingar á Kópavogshöfn.
Áformin umdeild
Nokkur styr hefur þó staðið um áformin, en fulltrúar úr minnihlutanum í bæjarstjórn hafa m.a. talið farið of geyst í þéttingu byggðar á þessu svæði og hafa einnig lýst yfir áhyggjum af því að þéttingin muni þrengja mjög að höfninni og aðgengi bílaumferðar þar í grennd.
Heimild: Mbl.is