Home Fréttir Í fréttum Deilt um bygg­ingu á Kársnesi

Deilt um bygg­ingu á Kársnesi

35
0
Svona er fyrirhugað að byggðin í kringum höfnina muni líta út. Teikning/Atelier arkitektar

Fyr­ir­hugað er að fram­kvæmd­ir á um 160 lúxus­í­búðum á þétt­ing­ar­reit við Kópa­vogs­höfn hefj­ist á næsta ári en gert er ráð fyr­ir að húsið verði tvær til fimm hæðir og sam­tals um 26.675 fer­metr­ar ofan- og neðanj­arðar.

Meðfram fram­kvæmd­un­um hef­ur Kópa­vogs­bær einnig áformað að ráðast í breyt­ing­ar á Kópa­vogs­höfn.

Áformin um­deild

Nokk­ur styr hef­ur þó staðið um áformin, en full­trú­ar úr minni­hlut­an­um í bæj­ar­stjórn hafa m.a. talið farið of geyst í þétt­ingu byggðar á þessu svæði og hafa einnig lýst yfir áhyggj­um af því að þétt­ing­in muni þrengja mjög að höfn­inni og aðgengi bílaum­ferðar þar í grennd.

Heimild: Mbl.is