Home Fréttir Í fréttum Viðbygging við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni

Viðbygging við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni

44
0

Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar þann 17. júlí síðastliðinn var ákveðið að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna að drögum að samningi við Ungmennafélagið Laugarvatn (UMFL) um viðbyggingu við íþróttamiðstöðina á Laugarvatni.

Um er að ræða hæð ofan á lægri hluta íþróttahússins, þar sem búningsklefar og anddyri eru í dag, og er fyrirhugað að nýr hluti nýtist bæði félagasamtökum, sveitarfélaginu og öðrum aðilum í samfélaginu.

UMFL mun leiða framkvæmdir og skila byggingunni fokheldri til sveitarfélagsins. Það fjármagn sem nú þegar hefur verið eyrnamerkt í fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar vegna þakskipta á viðkomandi hluta hússins mun ganga upp í kostnað við framkvæmdina.

Framkvæmdir eru nú á undirbúningsstigi en fulltrúar frá UMFL hafa þegar átt fundi með arkitektum hússins og eru í viðræðum við burðarþols- og byggingahönnuði.

Heimild: Dfs.is