Af nokkrum kostum sem fyrir hendi eru á Þórshöfn á Langanesi kemur helst til greina að þar verði reist ný bygging fyrir grunnskóla sveitarfélagsins, í stað þess húss sem fyrir er. Í maí sl. vaknaði grunur um myglu í skólabyggingunni á Þórshöfn.
Þá strax var farið í að rannsaka og taka sýni og var myglan staðfest með því að taka alls 66 sýni. Myglan var mest undir gólfdúk en leyndist einnig í veggjum, lofti og víðar.
Fyrir liggur að ekki verður kennsla í skólahúsinu á Þórshöfn næsta vetur. Verið er að fara yfir möguleika í stöðunni en þeir eru að gera við skemmdir, rífa núverandi skólahúsnæði og byggja nýtt á sama grunni eða þá reisan nýjan skóla á nýjum stað en sömu slóðum þó.
Tiltölulega litlu munar á kostnaði varðandi þessa kosti, en talan rokkar frá 700 til 850 milljóna króna. Bent er á að núverandi skóli er byggður í fjórum áföngum og sá elsti er frá árinu 1944. Byggingin sé því að mörgu leyti barn síns tíma.
Heimild: Mbl.is