Home Fréttir Í fréttum Veggjöld gætu fjármagnað Sundabraut

Veggjöld gætu fjármagnað Sundabraut

259
0
Hægt væri að fjármagna Sundabraut í Reykjavík að fullu með veggjöldum ef hún er byggð í einum áfanga. Þetta er niðurstaða starfshóps innanríkisráðherra. Fáar aðrar framkvæmdir sé hins vegar hægt að fjármagna á þann hátt.

Starfshópurinn var skipaður til að setja saman lista yfir samgöngumannvirki sem einkaaðilar gætu komið að. Niðurstaðan er sú að fá slík verkefni geta skilað arði ef fólk á þess kost að keyra aðra leið án endurgjalds.

<>

Helsti möguleikinn væri Sundabraut en hún var sett á samgönguáætlun í fyrra þar sem ræða átti við einkaaðila um að koma að þeirri framkvæmd. Því var hún skoðuð sérstaklega. Sundabraut var sett á samgönguáætlun í fyrra þar sem ræða átti við einkaaðila um að koma að framkvæmdinni. Starfshópurinn telur þessa framkvæm líklegasta til að borga sig upp með veggjöldum og því var hún skoðuð sérstaklega.

Þær leiðir sem helst hafa verið ræddar er þverun frá Kleppi yfir á Gufunes, ýmist með hábrú eða botngöngum. Innri leið með landfyllingu hefur líka verið til skoðunar. Þessi hluti hefur verið nefndur fyrsti áfangi leiðarinnar. Í framhaldinu lægi leiðin frá Gufunesi yfir á Geldinganes, þaðan á Gunnunes og svo yfir Kollafjörð milli Álfsness og Kjalarness.

Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að það væri hægt að fjármagna Sundabraut með veggjöldum. En þá þarf þrennt að koma til – að Kleppsvík verði þveruð frá Kleppi með brú eða göngum þannig að innri leiðin verði ekki farin, að hinar leiðirnar verði brúaðar en ekki gerðar með öðrum hætti, og að lokum að verkið verði skoðað sem heildstæð framkvæmd. Tekið er sérstaklega fram að ef aðeins fyrsti áfangi verður byggður þurfi fjárframlag frá ríkinu.

Niðurstaða starfshópsins er aðeins frumgreining. Lagt er til að ráðherra láti gera útboðsramma þar sem byggingu og rekstri er lýst, og skoða hverjir væru tilbúnir að koma að verkinu.

Heimild: Rúv.is