Home Fréttir Í fréttum Iðnskólinn í Hafnarfirði færður undir Tækniskólann

Iðnskólinn í Hafnarfirði færður undir Tækniskólann

297
0
Iðnskólinn í Hafnarfirði
Iðnskólinn í Hafnarfirði verður lagður niður í núverandi mynd og starfsemin færð undir Tækniskólann. Menntamálaráðherra hefur tekið þessa ákvörðun sem byggð er á einróma niðurstöðu vinnuhóps um fýsileika sameiningar.

 

<>

Sameining skólanna tveggja hefur lengi verið til umræðu. Hjólin fóru að snúast hraðar þegar stjórn Tækniskólans sem er einkahlutafélag óskaði eftir því í febrúar að fá að taka yfir Iðnskólann í Hafnarfirði sem er ríkisskóli. Vinnuhópur tók til starfa í mars og skilaði niðurstöðum í vikunni. Ársæll Guðmundsson, forsvarsmaður vinnuhópsins, er skipaður skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði en hann hefur unnið að verkefnum í menntamálaráðuneytinu í vetur. „Niðurstaðan er sú að það sé mjög fýsilegt að sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann í einn skóla.“

Ástæðan er fyrst og fremst sú að samlegðaráhrif verða mikil, segir Ársæll, rekstrareiningar verða stærri og betri faglega, námsbrautum breytt og þá megi áætla hagræðingin nemi 100 til 150 milljónum króna á ári sem nýtist sameinuðum skóla vel.

Nemendur í lðnskólanum í Hafnarfirði eru nú 450 en 1.800 í Tækniskólanum. Ársæll segir að starfsemin verði ekki flutt úr Hafnarfirði. „Það eru engin áform um slíkt og það er rætt um það að í Hafnarfirði verði áfram milli 400 og 500 nemendur.“

Um 200 starfsmenn eru í Tækniskólanum og 65 í Iðnskólanum. Fundir voru haldnir samtímis í skólunum eftir hádegi í dag þar sem niðurstöður voru kynntar. Iðnskólinn í Hafnarfirði, sem er ríkisskóli, verður lagður niður 1. ágúst þegar Tækniskólinn ehf tekur við. Það þýðir að öllum starfsmönnum Iðnskólans verður sagt upp. „Allt starfsfólk beggja skólanna stendur jafnt að vígi þegar farið verður að raða upp í nýjum skóla.“

Heimild: Rúv.is