Home Fréttir Í fréttum Allt að fimmtíu nýjar íbúðir fyrir eldri borgara

Allt að fimmtíu nýjar íbúðir fyrir eldri borgara

55
0

Reykjavíkurborg lýsti í dag yfir vilja til að úthluta lóð til Félags eldri borgara með byggingarrétti fyrir fjölbýlishús með allt að fimmtíu íbúðum fyrir eldri borgara við Árskóga 1-3 í Suður-Mjódd. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórunn Sveinbjörnsdóttir undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag.

<>

Í yfirlýsingunni er sérstaklega fjallað um að hönnun íbúðarhúsnæðis verði í samræmi við húsnæðisstefnu um fjölbreyttar húsagerðir, blöndun íbúðagerða innan hverfa og aukið framboð smærri íbúða, fyrir alla félagshópa. Gildandi deiliskipulagi lóða við Árskóga verður breytt ásamt tengigangi að þjónustumiðstöð við Skógarbæ. Borgin skuldbindur sig þó ekki til að kosta gerð tengigangsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Úthlutun lóðarinnar er með fyrirvara um endanlega niðurstöðu í nýju deiliskipulagi. Gildistími viljayfirlýsingarinnar er tvö ár frá undirritun hennar, en að þeim tíma liðnum áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að úthluta viðkomandi lóð með byggingarrétti til annarra uppbyggingaraðila hafi ekki verið gefið út úthlutunarbréf vegna lóðarinnar.

Heimild: Vísir.is