Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Rangárþing eystra semur við JÁVERK um endurbyggingu á Austurvegi 4

Rangárþing eystra semur við JÁVERK um endurbyggingu á Austurvegi 4

323
0
Lilja Einarsdóttir, oddviti og Ísólfur Gylfi Pálmasson, sveitarstjóri handsala samninginn við Axel Davíðsson, verkefnisstjóra hjá JÁVERK.
Sveitarfélagið Rangárþing eystra og JÁVERK á Selfossi hafa skrifað undir samning um , sem stendur við þjóðveg 1 á Hvolsvelli, en húsið er í eigu Rangárþings eystra.

Bætt verður við verslunarhúsnæðið og breytingar verða á verslunarrekstri þegar húsnæðið hefur verið stækkað. Þá verður einnig byggt ofan á verslunarhlutann og en í húsinu vera allar skrifstofur sveitafélagsins. Þangað flytur einnig skrifstofa byggingarfulltrúa þannig að öll skrifstofustarfsemi verður á sama stað. Einnig verður í húsnæðinu önnur skrifstofustarfsemi.

<>

JÁVERK mun sjá um þessar breytingar en fyrirtækið er einnig að byggja viðbyggingu við hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol. Sú framkvæmd gengur vel.

PZ verkfræðistofa í Vestmannaeyjum sér um verkfræðiþáttinn í báðum byggingunum.


Svona mun húsið líta út eftir breytingarnar

Heimild: Sunnlenska.is