Home Fréttir Í fréttum Kynntu áform um uppbyggingu um tvö þúsund íbúða á ríkislóðum

Kynntu áform um uppbyggingu um tvö þúsund íbúða á ríkislóðum

156
0
Vísir/GVA

Benedikt Jóhannesson, efnahagsráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkisins, með aukið framboð lóða að markmiði.

<>

Komist allar spildur í uppbyggingu gætu byggst um 1.100 íbúðir, auk mögulegrar uppbyggingar til viðbótar við núverandi áætlanir í landi Keldna sem gæti að lágmarki bætt við um 900 íbúðum.

Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að gert sé ráð fyrir að íbúðirnar nýtist ekki síst ungu fólki við fyrstu íbúðakaup.

Lóðirnar sem um ræðir eru Landhelgisgæslulóð við Seljaveg, Lóð Borgarspítala, Lóð Listaháskólans að Laugarnesvegi 91, Keldur við Keldnaholt, Lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg, veðurstofureitur, Svæði við Þjórsárgötu og Þorragötu og Lóð við við hlið Þjóðarbókhlöðunnar.

Áætlað er að Landhelgisgæslulóðin, lóð Borgarspítala, lóð Listaháskólans, Lóðð Sjómannaskólans og Veðurstofureiturinn geti samtals rúmað um 650 íbúðir.

Þá kynnti aðgerðarhópur ríkisstjórnarinnar svokallaðan húsnæðissáttmála sem unnin var af aðgerðarhópi fjögurra ráðherra og fulltrúm samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Sáttmálin felur í sér 14 aðgerðir til að bregðast við neyðarástandi á húsnæðismarkaði. Ein af þeim aðgerðum er ofangreind viljayfirlýsing.

Stefnt er að því að sveitarfélög stuðli að langtímaleigu og almennri notkun íbúða með inheimtu tómthúsagjalds, draga á úr skriffinnsku til að gera fólki í stóru húsnæði kleift að leigja frá sér íbúðir. Þá verður regluverk byggingar- og skipulagsmála einfaldað og reynt verður að skapa hvata til þess að byggðar verði smærri íbúðir.

Heimild: Visir.is