Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Reykjanesbraut (41), hringtorg við Aðalgötu og Keflavíkurveg (424)

Opnun útboðs: Reykjanesbraut (41), hringtorg við Aðalgötu og Keflavíkurveg (424)

254
0

Tilboð opnuð 30. maí 2017. Vegagerðin, Isavia og Reykjanesbær óskuðu eftir tilboðum í gerð tveggja hringtorga á Reykjanesbraut í Reykjanesbæ. Annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Keflavíkurveg (Þjóðbraut). Aðlaga þarf aðliggjandi vegi að hringtorgunum. Framkvæmdin innifelur einnig að annast tilgreinda verkþætti við aðlögun eða flutning núverandi lagna s.s. ljósleiðara-, háspennu- og lágspennustrengja í vegunum í samráði við veitur.

<>

Helstu magntölur eru:

  • – Skering 8600 m3
  • – Fylling 8400 m3
  • – Neðra burðarlag 4600 m3
  • – Efra burðarlag 2300 m3
  • – Burðarlagsmalbik 9600 m2
  • – Slitlagsmalbik 10300 m2
  • – Kantsteinar 920 m
  • – Svæði þakin úthagatorfi 4000 m2
  • – Frágangur fláa 4400 m2
  • – Umferðarmerki og undirstöður 75 stk.
  • – Ljósastaurar 26 stk.

Allri malbikun skal lokið fyrir 1. september 2017. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2017.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
ÍAV hf., Reykjavík 255.812.123 133,2 63.812
Ellert Skúlason ehf., Reykjanesbæ 224.442.500 116,9 32.443
Ístak hf., Mosfellsbæ 215.979.065 112,5 23.979
Áætlaður verktakakostnaður 192.000.000 100,0 0