Home Fréttir Í fréttum Ytri leiðin við Sunda­braut er tal­in 10 millj­örðum dýr­ari

Ytri leiðin við Sunda­braut er tal­in 10 millj­örðum dýr­ari

351
0
Vega­gerðin vill innri leiðina frá Geld­inga­nesi en borg­in hef­ur samþykkt að fara ytri leiðina.

Vega­gerðin lít­ur svo á að Reykja­vík­ur­borg beri að fjár­magna auk­inn kostnað af lagn­ingu Sunda­braut­ar verði ódýr­asta lausn­in ekki val­in. Hér get­ur verið um tíu millj­arða króna kostnað að ræða.

<>

Þetta álit Vega­gerðar­inn­ar kem­ur fram í bréfi sem Hreinn Har­alds­son vega­mála­stjóri hef­ur sent um­hverf­is- og skipu­lags­sviði borg­ar­inn­ar.

Lagn­ing Sunda­braut­ar hef­ur verið til umræðu í ára­tugi. Vega­gerðin og Reykja­vík­ur­borg hafa unnið að þessu verk­efni sam­eig­in­lega frá ár­inu 1995. Um er að ræða veg sem liggja mun frá Reykja­vík yfir sund­in til Kjal­ar­ness. Þetta verður þjóðveg­ur í þétt­býli og því á kostnaður að greiðast úr rík­is­sjóði. Á þessu get­ur orðið und­an­tekn­ing eins og fram kem­ur síðar í frétt­inni.

Vega­gerðin vill innri leiðina

Mis­mun­andi áhersl­ur hafa verið hjá Vega­gerðinni og Reykja­vík­ur­borg um það hvaða leið skuli val­in frá Reykja­vík yfir í Gufu­nes.

Vega­gerðin vill fara svo­kallaða innri leið (eyja­lausn), sem myndi liggja frá Geld­inga­nesi yfir í Gufu­nes. Reykja­vík­ur­borg hef­ur hins veg­ar ákveðið að Sunda­braut­in verði á svo­kallaðri ytri leið, þ.e. úr Klepps­bakka yfir í Gufu­nes.

Í bréf­inu seg­ir vega­mála­stjóri orðrétt: „Nú hafa Vega­gerðinni borist fregn­ir af því að borg­in hafi út­hlutað lóðum á Gelgju­tanga, sem er í vega­stæði innri leiðar Sunda­braut­ar og mun upp­bygg­ing þar úti­loka að hægt verði að velja þann kost fyr­ir Sunda­braut.“

Hér er vega­mála­stjóri að vísa til samn­ings sem Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri gerði við fast­eigna­fé­lagið Festi ehf. í mars sl. um upp­bygg­ingu 332 íbúða í fimm hús­um á Gelgju­tanga. Fast­eigna­fé­lagið Fest­ir er í eigu hjón­anna Ólafs Ólafs­son­ar at­hafna­manns og Ingi­bjarg­ar Kristjáns­dótt­ur.

Í bréfi vega­mála­stjóra kem­ur fram að Reykja­vík­ur­borg hafi frá ár­inu 2014 látið vinna deili­skipu­lag af svo­kallaðri Voga­byggð. Vega­gerðin hafi gert at­huga­semd­ir við þessa vinnu á öll­um stig­um henn­ar, þar sem lögð var megin­áhersla á að ekki yrði ráðstafað lóðum norður að Klepps­mýra­vegi fyrr en fyr­ir lægi sam­komu­lag milli Vega­gerðar­inn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar.

Orðrétt seg­ir í bréfi Hreins Har­alds­son­ar:

„Í er­indi Vega­gerðar­inn­ar til skipu­lags­sviðs borg­ar­inn­ar dag­sett 26. fe­brú­ar 2014 er m.a. vak­in at­hygli borg­ar­inn­ar á ákvæði 2. mgr. 28. grein­ar Vegalaga nr. 80/​2007, en þar seg­ir: „Ákveða skal legu þjóðvega í skipu­lagi að feng­inni til­lögu Vega­gerðar­inn­ar að höfðu sam­ráði Vega­gerðar­inn­ar og skipu­lags­yf­ir­valda. Fall­ist sveit­ar­fé­lag ekki á til­lögu Vega­gerðar­inn­ar skal það rök­styðja það sér­stak­lega.“ Um­rætt laga­ákvæði var ít­rekað í síðari er­ind­um Vega­gerðar­inn­ar um málið.

Heim­ilt að krefja viðkom­andi sveit­ar­fé­lag um kostnaðarmun

Í 3. máls­grein vegalaga seg­ir svo:

„Ef þjóðvegi er að ósk sveit­ar­stjórn­ar val­inn ann­ar staður en sá sem Vega­gerðin tel­ur betri með til­liti til kostnaðar og tækni­legr­ar út­færslu og það leiðir til auk­ins kostnaðar er heim­ilt að krefja viðkom­andi sveit­ar­fé­lag um kostnaðarmun­inn.“

Það er með vís­an til fram­an­greinds ákvæðis sem vega­mála­stjóri seg­ir að Vega­gerðin líti svo á að borg­in eigi að fjár­magna auk­inn kostnað. Hreinn Har­alds­son vega­mála­stjóri sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær að Vega­gerðin hefði ekki látið kostnaðarmeta mis­mun­andi leiðir ný­lega. „Á fyrri stig­um var yf­ir­leitt um sam­eig­in­lega vinnu okk­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar að ræða. Fyrri áætlan­ir hafa síðan verið færðar upp til verðlags, án þess að vinna þær aft­ur upp frá grunni,“ seg­ir Hreinn.

Mun­ar millj­örðum króna

Kostnaðaráætlan­ir sýndu að ytri leið var um 50% dýr­ari en eyja­lausn þegar þær voru síðast gerðar fyr­ir báðar leiðir á sam­bæri­leg­um for­send­um. „Kostnaðaráætl­un fyr­ir ytri leið yfir Klepps­vík hef­ur verið upp­færð til verðlags 2016/​2017 og hljóðar upp á 27 millj­arða króna. Innifal­in í þeirri kostnaðaráætl­un eru ekki mis­læg gatna­mót á Sæ­braut. Út frá of­an­sögðu má áætla kostnað við eyja­lausn á innri leið yfir Klepps­vík á 16-20 ma.kr. eða mis­muna­kostnað af stærðargráðunni 10 ma.kr,“ seg­ir Hreinn.

Á fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur 21. mars síðastliðinn var samþykkt til­laga borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins um að hefja viðræður við ríkið vegna Sunda­braut­ar. Mark­mið viðræðnanna fæl­ist í því að vinna að arðsem­is­mati og kostnaðargrein­ingu, ákv­arða end­an­lega út­færslu og legu braut­ar­inn­ar og tíma­setja fram­kvæmd­ina.

Borg­ar­ráð samþykk­ir að aug­lýsa deili­skipu­lag Gelgju­tanga

Borg­ar­ráð samþykkti á fimmtu­dag­inn til­lögu um­hverf­is- og skipu­lags að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lagi Voga­byggðar 1 á Gelgju­tanga.
Borg­ar­ráðsfull­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins bókaði að hann minnti enn og aft­ur á að með skipu­lagi á Gelgju­tanga væri komið í veg fyr­ir að svo­kölluð innri leið Sunda­braut­ar væri mögu­leg. Með því að skipu­leggja byggð á öll­um Gelgju­tanga væri Reykja­vík­ur­borg að auka kostnað við lagn­ingu Sunda­braut­ar.

Borg­ar­ráðsfull­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Bjartr­ar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram svohljóðandi bók­un:

„Stefna borg­ar­stjórn­ar eft­ir ít­ar­legt sam­ráð við íbúa beggja vegna Elliðaár­vogs er að Sunda­braut skuli vera á ytri leið í göng­um. Þetta var niðurstaða allra flokka eft­ir ít­ar­lega skoðun árið 2008. Innri leiðin sem vísað er til í bók­un minni­hlut­ans var ekki hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur, né held­ur er hún í svæðis­skipu­lagi höfuðborg­ar­svæðis­ins, og var sú afstaða einnig þver­póli­tísk.“

Heimild: Mbl.is