Home Fréttir Í fréttum 24.05.2017 Kringlusvæðið – Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag

24.05.2017 Kringlusvæðið – Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag

107
0

Reykjavíkurborg og Reitir auglýsa eftir þátttakendum fyrir forval lokaðrar hugmyndasamkeppni um framtíðar uppbyggingu Kringlusvæðsins.
Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

<>

Hugmyndasamkeppnin gengur út á að fá fram spennandi og framsæknar hugmyndir um framtíðarskipulag Kringlusvæðsins.

Eitt megin markmiðið er að sýna lausnir á því hvernig Kringlan og Kringlusvæðið geti vaxið og dafnað bæði m.t.t. verslunar, þjónustu og búsetu.
Landnotkun verði fjölbreyttari og að úr verði aðlaðandi borgarumhverfi, eftirsóknarvert til búsetu og starfa jafnframt því að meiri samfella verði milli verslunarmiðstöðvarinnar og nýrrar byggðar.

mynd: Vb.is
mynd: Vb.is

Leiðarljós, markmið og tilhögun samkeppninnar ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í drögum að keppnislýsingu sem er aðgengileg á www.hugmyndasamkeppni.is
Áhugasamir aðilar skulu fylla út skjal sem er aðgengilegt á ofangreindu vefsvæði og senda nöfn þátttakenda, ásamt samantekt á þátttöku og árangri í samkeppnum og öðrum verkefnum til Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, skipulagsfulltrúi, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík merkt „Kringlan, forval“ fyrir lok dags 24. maí 2017.

Heimild: Reykjavikurborg og AI.is