Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Steypustöð Skagafjarðar leggur rafstreng á Snæfellsnesi

Steypustöð Skagafjarðar leggur rafstreng á Snæfellsnesi

333
0
Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets, Ásmundur Pálmason framkvæmdastjóri Steypustöðvar Skagafjarðar, Anna Sigga Lúðvíksdóttir sérfræðingur í innkaupum hjá Landsneti, Friðrik Pálmason verkefnastjóri og Steingrímur Óskarsson verkstjóri hjá Steypustöð Skagafjarðar við undirskrift verksamnigsins. Mynd: Landsnet.is

Steypustöð Skagafjarðar mun sjá um lagningu jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur með viðeigandi greftri, slóðagerð og frágangsvinnu eftir því sem fram kemur á heimasíðu Landsnets. Með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs eykst afhendingaröryggi raforku á svæðinu til muna.

<>

Tveir valkostir komu til greina vegna nýrrar tengingar, jarðstrengur alla leið eða loftlína með jarðstreng næst Grundarfirði. Þar sem loftlínulausnin samræmdist ekki stefnu stjórnvalda um lagningu 66 kV raflína í jörð, auk þess sem hún var í ofanálag metin sem dýrari lausn, varð jarðstrengur fyrir valinu.

Lagning hans kallar á byggingu nýrra tengivirkja í báðum bæjarfélögunum.

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnet segir á Landsnet.is: „Strengurinn mun auka afhendingaröryggi á svæðinu en truflanir með tilheyrandi straumleysi hafa verið tíðar á Snæfellsnesi undanfarin ár. Loftlínan á milli Ólafsvíkur, Vegamóta og Grundarfjarðar liggur um veðurfarslega mjög erfitt svæði á Fróðárheiði og  m.a. þess vegna var jarðstrengur talinn betri kostur.”

Heimild: Feykir.is