Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Steypustöð Skagafjarðar leggur rafstreng á Snæfellsnesi

Steypustöð Skagafjarðar leggur rafstreng á Snæfellsnesi

272
0
Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets, Ásmundur Pálmason framkvæmdastjóri Steypustöðvar Skagafjarðar, Anna Sigga Lúðvíksdóttir sérfræðingur í innkaupum hjá Landsneti, Friðrik Pálmason verkefnastjóri og Steingrímur Óskarsson verkstjóri hjá Steypustöð Skagafjarðar við undirskrift verksamnigsins. Mynd: Landsnet.is

Steypustöð Skagafjarðar mun sjá um lagningu jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur með viðeigandi greftri, slóðagerð og frágangsvinnu eftir því sem fram kemur á heimasíðu Landsnets. Með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs eykst afhendingaröryggi raforku á svæðinu til muna.

Tveir valkostir komu til greina vegna nýrrar tengingar, jarðstrengur alla leið eða loftlína með jarðstreng næst Grundarfirði. Þar sem loftlínulausnin samræmdist ekki stefnu stjórnvalda um lagningu 66 kV raflína í jörð, auk þess sem hún var í ofanálag metin sem dýrari lausn, varð jarðstrengur fyrir valinu.

Lagning hans kallar á byggingu nýrra tengivirkja í báðum bæjarfélögunum.

Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnet segir á Landsnet.is: „Strengurinn mun auka afhendingaröryggi á svæðinu en truflanir með tilheyrandi straumleysi hafa verið tíðar á Snæfellsnesi undanfarin ár. Loftlínan á milli Ólafsvíkur, Vegamóta og Grundarfjarðar liggur um veðurfarslega mjög erfitt svæði á Fróðárheiði og  m.a. þess vegna var jarðstrengur talinn betri kostur.”

Heimild: Feykir.is

Previous articleFramkvæmdum við Brimketil að ljúka
Next article24.05.2017 Kringlusvæðið – Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag