Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð nýs Hringvegar yfir Morsá um farveg Skeiðarár. Vegarkaflinn sem verður 2,86 km að lengd mun leysa af hólmi Skeiðarárbrú og liggur norðan við núverandi veg með nýrri brú yfir Morsá, en hún er tilbúin til notkunar.
Helstu magntölur eru:
- – Fylling 70.400 m3
- – Fláafleygar 30.800 m3
- – Lenging og endurlögn ræsa 105 m
- – Styrktarlag 10.500 m3
- – Burðarlag 5.000 m3
- – Tvöföld klæðing 22.000 m2
- – Rofvörn 4.100 m3
Lögn klæðingar skal lokið fyrir 1. september 2017. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2017.
Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni Búðareyri 13-15 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 18. apríl 2017. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. maí 2017 og verða þau opnuð þar 14:15 þann dag.