Home Fréttir Í fréttum Hafn­ar­bæt­ur á Akra­nesi verði und­ir­bún­ar

Hafn­ar­bæt­ur á Akra­nesi verði und­ir­bún­ar

188
0
Langisand­ur á Akra­nesi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Stjórn Faxa­flóa­hafna sf. samþykkti á fundi sín­um á miðviku­dag að fela Gísla Gísla­syni hafn­ar­stjóra að halda áfram tækni­leg­um und­ir­bún­ingi hafn­ar­bóta á Akra­nesi og gera ráð fyr­ir þeim í fram­kvæmda­áætl­un þegar ljóst yrði að af þeim gæti orðið.

<>

Sam­hliða óskaði stjórn­in eft­ir því að Akra­nes­kaupstaður annaðist nauðsyn­lega skipu­lags­vinnu vegna þeirra til­lagna sem liggja fyr­ir í sam­an­tekt um starf­semi, skipu­lag og þróun Akra­nes­hafn­ar.

Í samþykkt­inni vís­ar hafn­ar­stjórn til þeirr­ar umræðu sem átt hef­ur sér stað varðandi starf­semi HB Granda hf. á Akra­nesi.

Árið 2007 samþykkti stjórn­in að fyr­ir­tækið væri reiðubúið til fram­kvæmda sem myndu tryggja bætta starfsaðstöðu HB Granda á Akra­nesi, með þeim fyr­ir­vara að skipu­lag svæðis­ins heim­ilaði um­rædd­ar fram­kvæmd­ir og að sam­komu­lag lægi fyr­ir milli Faxa­flóa­hafna sf. og HB Granda um verk­efnið.

Í októ­ber árið 2014 var stjórn Faxa­flóa­hafna sf. kynnt aðstöðuþörf HB Granda hf. á Akra­nesi og á fundi í nóv­em­ber sama ár var hafn­ar­stjóra falið að kynna Akra­nes­kaupstað og HB Granda hug­mynd­ir að út­færslu mögu­legra fram­kvæmda.

Á mögu­legri land­fyll­ingu er reiknað með að HB Grandi byggi upp aðstöðu.
Á mögu­legri land­fyll­ingu er reiknað með að HB Grandi byggi upp aðstöðu.

Raun­hæft að byggja 40.000 fer­metra land­fyll­ingu

„Á fundi stjórn­ar í apríl 2015 voru frumtil­lög­ur lagðar fram og samþykkt að kynna þær HB Granda og Akra­nes­kaupstað. Í viðræðum við Akra­nes­kaupstað og HB Granda var með sama hætti og árið 2007, tekið já­kvætt í ósk­ir um land­fyll­ingu og bætta aðstöðu inn­an hafn­ar að því til­skildu að fyr­ir lægi sam­komu­lag aðila og að skipu­lag heim­ilaði um­rædd­ar fram­kvæmd­ir,“ seg­ir í samþykkt­inni.

Fyr­ir fund hafn­ar­stjórn­ar á miðviku­dags­morg­un var lögð fram sam­an­tekt Gísla Gísla­son­ar um starf­semi, skipu­lag og þróun Akra­nes­hafn­ar. Þar kem­ur m.a. fram að raun­hæft sé að byggja um það bil 40.000 fer­metra land­fyll­ingu með til­heyr­andi sjóvörn. Kostnaður við land­fyll­ing­una er gróf­lega met­inn án virðis­auka­skatts um 1,2-1,3 millj­arðar króna en á móti komi að við út­hlut­un lóðar yrðu greidd af henni lóðagjöld.

Á land­fyll­ing­unni verða skipu­lagðar lóðir fyr­ir starf­semi HB Granda, m.a. fyr­ir fisk­vinnslu­hús, frystigeymslu og upp­sjáv­ar­vinnslu­hús. Þá yrði ráðist í fleiri fram­kvæmd­ir til þess að bæta aðstöðuna í Akra­nes­höfn og auka ör­yggi í höfn­inni.

Heimild: Mbl.is/200milur