Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: HS Veitur bygging varmadælustöðvar í Vestmannaeyjum

Opnun útboðs: HS Veitur bygging varmadælustöðvar í Vestmannaeyjum

393
0
Tölvugerð mynd af væntanlegri dælustöð. Eyjar.net

30.03.2017 Varmadælustöð Vestmannaeyjum sudurÁ dögunum voru opnuð tilboð í Varmadælustöð fyrir HS Veitur. Tvö fyrirtæki buðu í verkið. Annars vegar byggingafyrirtækið Steini og Olli og hins vegar Eykt ehf.

<>

30.03.2017 Varmadælustöð Vestmannaeyjum nordur

Tilboð Steina og Olla byggingaverktaka hljóðaði uppá 518.868.225. – kr. En tilboðið frá Eykt var uppá 618.879.117. – kr. Munur á milli tilboða Eykt og Steina og Olla er 19 %.

30.03.2017 Varmadælustöð Vestmannaeyjum austur

Samkvæmt heimildum Eyjar.net er þessa dagana verið að ganga frá verksamning við Steina og Olla um byggingu dælustöðvarinnar.

Í bókun umhverfis- og skipulagsráðs um deiliskipulag á svæðinu segir:

Deiliskipulag á athafnasvæði A-2.
Tekin fyrir að nýju deiliskipulagstillaga á athafnasvæði A-2. Deiliskipulagið nær yfir lóðir á athafnasvæði vestan við Hlíðarveg og Strandveg og næsta nágrenni upp af lóðunum í átt að Hánni og nálægu opnu svæði við Sprönguna. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 1000 m2 byggingarreit fyrir varmadælustöð við Hlíðarveg. Tillagan var auglýst frá 1. feb. til 15. mars 2017. Engar athugasemdir bárust ráðinu.

Ráðið samþykkti tillögu deiliskipulags sbr. ákvæði skipulagslaga og er málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Heimild: Eyjar.net