Home Fréttir Í fréttum Ljær ekki máls á hugmyndum forsætisráðherra: „Línan er skýr“

Ljær ekki máls á hugmyndum forsætisráðherra: „Línan er skýr“

51
0
Drög að nýjum landspítala.

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir engin áform uppi um að endurskoða staðsetningu nýs sjúkrahúss.

<>

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, viðraði á dögunum þá hugmynd að byggja nýtt sjúkrahús í Efstaleiti, þar sem margar forsendur hafi breyst frá því ákvörðun var tekin um að staðsetja það við Hringbraut.

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði heilbrigðisráðherra um þessa hugmynd forsætisráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

”Mig langar til að spyrja ráðherra hvað honum finnist um þessar vangaveltur forsætisráðherra, hvort það skipti ekki máli að stjórnvöld tali einni röddu og hvort að ráðherrar eigi yfir höfuð að vera að hugsa mikið upphátt,“ sagði Brynhildur.

Kristján sagðist ekki deila þeirri skoðun með þingmanninum að ráðherrar ættu ekki að hugsa upphátt.

”Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að hugsa öðru hvoru upphátt, hvaða embætti svo sem þeir gegna.“
Varðandi staðsetningu sjúkrahússins sagði Kristján það liggja skýrt fyrir eftir hvaða línu verið er að keyra. Það liggi bæði fyrir í fjárlögum og samþykktri þingsályktun frá því í fyrravor.

”Það eru skiptar skoðanir og hafa alltaf verið um staðsetningu á byggingaráformum við Hringbraut. En línan í því efni er skýr og mörkuð og er sett niður í fjárlögum.“
Heimild: Eyjan.is