Home Fréttir Í fréttum 50 milljónir í flughlað á Akureyri

50 milljónir í flughlað á Akureyri

128
0
Innanríkisráðuneytið hefur veitt Isavia 50 milljónir króna svo hægt verði að hefja flutninga á efni í nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli. Efnið fellur til við gerð Vaðlaheiðarganga. Ekki er á þessari stundu víst hvenær byrjað verður að flytja efnið.

Frá upphafi framkvæmda við Vaðlaheiðargöng hefur verið gert ráð fyrir því að efni sem til fellur við gangagröftinn verði nýtt í flughlað norðan við núverandi athafnasvæði á Akureyrarflugvelli. Þeir sem reka flugtengda starfsemi á vellinum hafa lengi kallað eftir auknu plássi sem þannig skapast, auk þess sem nýtt flughlað er talið nauðsynlegt svo hægt verði að hefja millilandaflug um Akureyrarflugvöll.

<>

Fjármagni veitt í flutninga á efni

Nú hefur innanríkisráðuneytið veitt Isavia 50 milljónir króna sem þýðir að hægt verður að hefja flutninga á efni úr Vaðlaheiðargöngum inn á væntanlegt athafnasvæði nýs flughlaðs.

Um þriðjungur af efnisþörfinni

Fyrir þetta fjármagn verður hægt að flytja 50 þúsund rúmmetra af efni, sem er tæplega einn þriðji af efnisþörfinni. Áætlað er að það þurfi um 175 þúsund rúmmetra í flughlaðið í heild. Flatarmál þessara 50 þúsund rúmmetra er um 15 þúsund fermetar og Isavía hefur þegar áætlað hvernig þessi fyrsti hluti verður.

Efnið tilbúið við gangamunnann

Enn hefur ekki verið gengið frá samkomulagi milli Ósafls, verktakans við Vaðlaheiðargöng, og Isavia um hvernig staðið verður að flutningi efnisins, eða hvenær flutningar hefjast. En efnið er til, því haugur við vesturenda Vaðlaheiðarganga Eyjafirði er um 50 þúsund rúmmetrar.

Heimild: Rúv.is