Home Fréttir Í fréttum Bæjarstjórn Hornarfjarðar hefur fellt niður gatnagerðargjöld í því skyni að hvetja til...

Bæjarstjórn Hornarfjarðar hefur fellt niður gatnagerðargjöld í því skyni að hvetja til húsbygginga

59
0
Hornafjörður
Bæjarstjórn Hornarfjarðar hefur fellt niður gatnagerðargjöld í því skyni að hvetja til húsbygginga í sveitarfélaginu. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega minni íbúðum.

„Við viljum fá fólk til að byggja sér húsnæði því það er skortur á íbúðum hér á Höfn og þess vegna viljum við hvetja fólk til að fara þessa leið og hjálpa til við það,“ segir Þórhildur Ásta Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs Hornafjarðar. Hún tekur fram að bærinn eigi nú þegar tilbúnar lóðir.

<>

Mega ekki fara út í heimagistingu næstu 3 árin

Fyrirkomulagið yrði þannig að húsbyggjandi greiðir 100 þúsund króna tryggingu sem fæst endurgreidd þegar byggingarleyfi er gefið út.  Lóðarhafi þarf sjálfur að greiða gjöld fyrir að tengjast veitum. Hann þarf þar að auki að skuldbinda sig til að nýta húsnæðið ekki undir heimagistingu eða aðra starfsleyfisskylda starfsemi í þrjú ár eftir lokaúttekt. Það er einmitt heimagisting sem veldur húsnæðisskortinum á Höfn. „Fólk sem hefur áhuga á að koma á svæðið til að vinna á ekki möguleika á að fá húsnæði á leigu. Það er eiginlega allt farið í heima- og íbúðagistingu,“ segir Þórhildur.

Byggingarkostnaður lækkar um eina milljón

Niðurfelling gatnagerðargjald stendur til boða næstu tvö árin. Talsvert munar um slíka niðurfellingu fyrir húsbyggjendur en segja má að sveitarfélagið sé með þessu að gefa húsbyggjendum götu að húsi sínu. Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Hornafjarðar, segir að gatnagerðargjöld taki mið af fermetrafjölda en gróflega megi áætla að gjöld af um 130 fermetra raðhúsi hefðu orðið um ein milljón króna.

Heimild: Rúv.is