Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Þjótandi bauð lægst í Langholtsveg

Opnun útboðs: Þjótandi bauð lægst í Langholtsveg

257
0

Þjótandi ehf. á hellu bauð lægst í endurbætur á 5,3 km kafla á Langholtsvegi í Hrunamannahreppi sem vinna á í sumar.

<>

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á tæpar 198,7 milljónir króna og var rúmum 681 þúsund krónum yfir áætluðum verktakakostnaði sem var 198,0 milljónir króna.

Borgarverk bauð rúmar 281,8 milljónir króna í verkið og Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir rúmlega 324,1 milljón króna.

Um er að ræða endurbætur á 5,3 km Langholtsvegar, frá slitlagsenda við Flúðir og suður fyrir sumarhúsahverfið Heiðarbyggð. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september næstkomandi.

Heimild: Sunnlenska.is