Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Aðalleið bauð lægst í Hjallabrúnina í Hveragerði

Opnun útboðs: Aðalleið bauð lægst í Hjallabrúnina í Hveragerði

364
0
Hveragerði. Gatan Hjallabrún mun rísa fremst á myndinni. Ljósmynd / Mats Wibe Lund

Aðalleið ehf. í Hveragerði bauð lægst í gerð Hjallabrúnar, nýrrar götu austast í Hveragerðisbæ.

<>

Tilboð Aðalleiðar hljóðaði upp á tæpar 32,9 milljónir króna en kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á rúmar 38,2 milljónir króna.

Sex önnur tilboð bárust. Ásvélar ehf buðu rúmar 33,2 milljónir króna, Arnon ehf rúmar 35,0 milljónir, Vörubílstjórafélagið Mjölnir rúmar 39,5 milljónir, Jökulfell rúmar 39,8 milljónir, Bor ehf tæpar 41,8 milljónir og Borgarverk tæpar 48,6 milljónir króna.

Bæjarráð Hveragerðis samþykkti á síðasta fundi sínum að taka tilboði lægstbjóðanda.

Heimild: Sunnlenska.is