Home Fréttir Í fréttum Hús rís á einum sólarhring á Sauðárkróki

Hús rís á einum sólarhring á Sauðárkróki

351
0
Myndatexti: Þegar hér var komið sögu voru liðnir tæpir tveir sólahringar frá því byrjað var að reisa húsið. Mynd: PF.

Þann 25. janúar sl. var fyrsta skóflustungan tekin af húsi Búhölda á Sauðárkróki, sem ætlað er fyrir heldriborgara, og nú í byrjun vikunnar var hafist handa við að púsla saman útveggjum, 47 dögum síðar. Veggirnir eru úr steypueiningum frá Akranesi og koma frágengin að utan og með öllum lögnum að innan. Hiti verður í gólfum og því engir ofnar á veggjum.

<>
Svona var umhorfs í hádeginu á mánudag. Mynd: PF.
Svona var umhorfs í hádeginu á mánudag. Mynd: PF.

Í þessum áfanga verða reist þrjú hús en tvær íbúðir eru í hverju húsi og bílskúr á milli. Alls verða þá íbúðirnar 50 talsins sem Búhöldar á Sauðárkróki hafa til umráða en mikil eftirspurn er í þetta búsetuform. Að sögn samsetningamanna tefst eitthvað að festa veggeiningarnar saman með steypu þar sem frost ríkir nú á Norðurlandi.

Í hádeginu á þriðjudegi var önnur íbúðin komin upp og byrjað að reisa hina. Mynd: PF.
Í hádeginu á þriðjudegi var önnur íbúðin komin upp og byrjað að reisa hina. Mynd: PF.

Mikill kippur hefur verið í húsbyggingum á Sauðárkróki undanfarið og umsókn eftir lóðum margfaldast. Er svo komið að ráðast þarf í undirbúning og hönnun á nýrri götu, Melatúni, en byggðaráð sveitarfélagsins óskaði jafnframt eftir því við skipulags- og byggingarnefnd að hafinn verði undirbúningur að hönnun nýs íbúðahverfis á Sauðárkróki.

Heimild: Feykir.is