Home Í fréttum Niðurstöður útboða D.Ing-verk bauð lægst í Kirkjuveginn á Selfossi

D.Ing-verk bauð lægst í Kirkjuveginn á Selfossi

338
0
Horft niður eftir Kirkjuvegi frá gatnamótunum við Eyraveg. Mynd: sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

D.Ing-verk ehf í Garðabæ bauð lægst í endurgerð 150 m kafla Kirkjuvegar á Selfossi frá gatnamótum við Eyraveg. Tilboð D.Ing-verks hljóðaði upp á rúmar 132,9 milljónir króna.

<>

Borgarverk ehf bauð einnig í verkið, 142,4 milljónir króna.

Bæði tilboðin voru talsvert yfir kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar Eflu sem er rúmar 108,6 milljónir króna.

Verkið felur í sér endurgerð Kirkjuvegar, þ.e. jarðvegsskipti götu, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra fyrir Mílu og HS-veitur. Verkið felur meðal annars í sér þverun Eyravegar, ásamt lagningu vatnsveitu í gangstétt Eyravegar frá Tryggvatorgi að Kirkjuvegi.

Verkinu á að vera lokið þann 15. ágúst næstkomandi.

Heimild: Sunnlenska.is