Home Fréttir Í fréttum 31.03.2017 Reykjanesbær. Gerð nýrra gatna við Flugvelli

31.03.2017 Reykjanesbær. Gerð nýrra gatna við Flugvelli

156
0
Reykjanesbær

Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í gerð nýrra gatna við Flugvelli, en lóðir á svæðinu hafa rokið út að undanförnu, en á meðal þeirra sem vilja staðsetja sig á þessu svæði eru olíufyrirtæki og bílaleigur.

<>

Verkið er fólgið í uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingum í götustæði, auk annara verkþátta sem þarf að framkvæma við gatnagerð. Helstu magntölur eru uppúrtekt fyrir götum um 38.600 m³, fyllingar í götur um 34.000 m³, malbikun gatna 14.600 m², fráveitulagnir um 3400 m.

Útboðsgögn verða afhent frá með 6. mars næstkomandi, tilboð verða opnuð 31. mars og verki skal lokið eigi síðar en 31. júlí 2017.

Heimild: Sudurnes.net