Home Fréttir Í fréttum Voga­byggð kom­in á dag­skrá

Voga­byggð kom­in á dag­skrá

291
0
Höf­und­ar verðlauna­til­lög­unn­ar leggja mikla áherslu á skjól­sælt og grósku­mikið al­manna­rými. Tölvu­mynd/​Tröð&Fel­ixx

23.02.2017 Voga­byggð kom­in á dag­skrá3Þétt­ing byggðar við Elliðaár­vog og Grafar­vog er smám sam­an að taka á sig mynd. Í gær var í Morg­un­blaðinu sagt frá fyrstu skipu­lags­lýs­ingu fyr­ir nýtt Bryggju­hverfi, sem verður 1. áfangi upp­bygg­ing­ar í Elliðaár­vogi/Á​rtúns­höfða, þar sem gert er ráð fyr­ir þúsund­um nýrra íbúða og 100 þúsund fer­metra at­vinnu­hús­næði.

<>

Hér verður sjón­um beint að Voga­byggð, nýju hverfi í ná­grenni Ártúns­höfða, hand­an við Elliðaárn­ar, þar sem geta risið allt að 1.500 íbúðir. Því hverfi er skipt í svæði 1-4 og á fundi borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur 9. fe­brú­ar sl. var samþykkt deili­skipu­lag fyr­ir svæði 2, sem verður fyrsti áfangi hins nýja hverf­is. Svæðið nær frá Trana­vogi að Klepps­mýr­ar­vegi.

Deili­skipu­lagið, al­menn grein­ar­gerð og skil­mál­ar fyr­ir innviði, er dag­sett 2. fe­brú­ar sl. Það er unnið af Teikni­stof­unni Tröð og hol­lensku arki­tekta­stof­unni jvantspijker+

Fel­ixx, en þess­ar stof­ur urðu hlut­skarp­ar í hug­mynda­sam­keppni sem hald­in var árið 2014.

Fyrsti áfangi byggðar­inn­ar verður í ná­grenni Elliðaánna.
Fyrsti áfangi byggðar­inn­ar verður í ná­grenni Elliðaánna.

 

Ljúki inn­an 10 ára

Grein­ar­gerðin gild­ir aðeins fyr­ir svæði 2, íbúðabyggð og miðsvæði.

Voga­byggð verður skipt upp í fleiri deili­skipu­lags­svæði. Svæði 2 verður fyrsti áfang­inn í upp­bygg­ingu Voga­byggðar. Önnur deili­skipu­lags­svæði koma í kjöl­farið og geta fram­kvæmd­ir staðið yfir á öll­um svæðum sam­tím­is. Miðað er við að fram­kvæmd­um í Voga­byggð, svæði 2, ljúki inn­an tíu ára frá gildis­töku deili­skipu­lags.

Voga­byggð kall­ast það svæði sem af­mark­ast af Sæ­braut, Klepps­mýr­ar­vegi, Elliðaárós­um og frá­rein Miklu­braut­ar að Sæ­braut.

Bú­ist er við því að hverfið verði eft­ir­sótt, ekki síst vegna ná­lægðar við nátt­úr­una.

Skipu­lagsvæði Voga­byggðar er eitt af þeim svæðum sem er skil­greind sem þró­un­ar­svæði með breyttri land­notk­un. Iðnaðar og at­hafna­svæði verður miðsvæði og íbúðabyggð.

„Þannig verður hverfið eft­ir­sótt­ur val­kost­ur fyr­ir fólk sem kýs að búa og starfa í um­hverfi sem ein­kenn­ist af hvoru tveggja í senn, borg­ar­brag og ná­lægð við nátt­úr­una,“ seg­ir m.a. í kynn­ingu.

Bú­ist er við því að hverfið verði eft­ir­sótt, ekki síst vegna ná­lægðar við nátt­úr­una.
Bú­ist er við því að hverfið verði eft­ir­sótt, ekki síst vegna ná­lægðar við nátt­úr­una.

Skipu­lags­svæðið er innst við vest­an­verðan Elliðaár­vog, ofan við bratt­an fjöru­kamb sem kall­ast Háu­bakk­ar. Tölu­verður land­halli er inn­an skipu­lags­svæðis­ins.

Voga­byggð 1-4 nær yfir 18,6 hekt­ara landsvæði. Nú­ver­andi bygg­ing­ar á þessu svæði eru 72 þúsund fer­metr­ar sam­tals. Þetta er at­vinnu­hús­næði, mis­mun­andi að gæðum. Áætluð heilda­upp­bygg­ing í Voga­byggð er að há­marki 239 þúsund fer­metr­ar og eru nú­ver­andi bygg­ing­ar inni í þeirri tölu. Við bæt­ast 71 þúsund fer­metr­ar fyr­ir bíla og hjóla­geymsl­ur.

Heild­ar­fjöldi íbúða í Voga­byggð má vera 1.500. Í áætl­un­um er miðað við 2,5 íbúa í hverri íbúð og íbú­ar verði 2.200 til 3.900, þar af 1.400 til 2.300 á svæði 2.

Áætlað er að grunn­skóla­börn í hverf­inu verði 300-670 og fjöldi leiks­skóla­barna 75-110. Á Fley­vangi, sem er sunn­ar­lega í hverf­inu, er gert ráð fyr­ir grunn- og leiks­skóla fyr­ir börn­in í hverf­inu.

Á fyrsta skipu­lags­svæðinu eru at­vinnu­hús sem verða að víkja fyr­ir nýrri byggð. Nú þegar hafa nokk­ur at­vinnu­hús á svæðinu verið rif­in.

23.02.2017 Voga­byggð kom­in á dag­skrá3

Í deili­skipu­lagstil­lög­unni seg­ir að ásýnd og yf­ir­bragð Voga­byggðar skuli ein­kenn­ast af ljós­um bygg­ing­um sem end­ur­spegli í senn fjöl­breyti­leika og heild­ar­svip hverf­is­ins. Sér­stök áhersla er lögð á sam­ræmda heild­ar­hönn­un al­menn­ings­rýma og gatna. „Heild­ar­yf­ir­bragð samþætt­ir all­ar hönn­un­ar­for­send­ur fyr­ir göt­ur og al­menn­ings­rými, þ.e. blágræn­ar of­an­vatns­lausn­ir, gróður, lista­verk götu­gögn, bíla- og hjóla­stæði,“ seg­ir þar. Þá verður gerð krafa um ákveðið hlut­fall gróðurþekju.

Reykja­vík­ur­borg sendi Skipu­lags­stofn­un deili­skipu­lag Voga­byggðar 2 hinn 2. des­em­ber 2016. Skipu­lags­stofn­un gerði nokkr­ar at­hug­semd­ir og end­ur­sendi borg­inni er­indið 28. des­em­ber og taldi að gera þyrfti betri grein fyr­ir nokkr­um atriðum. „Það er mat Skipu­lags­stofn­un­ar að um afar vandað og metnaðarfullt deili­skipu­lag sé að ræða,“ sagði m.a. í bréfi stofn­un­ar­inn­ar.

Í bréfi Minja­stofn­un­ar er lagt til að eitt hús á svæðinu njóti vernd­ar, Duggu­vour 2. Húsið er byggt árið 1972 sem iðnaðar- og skrif­stofu­hús fyr­ir flutn­inga­fyr­ir­tækið Gunn­ar Guðmunds­son hf. Á vest­ur­hlið húss­ins séu lág­mynd­ir eft­ir Gerði Helga­dótt­ur sem unn­ar voru að beiðni hús­eig­and­ans. „Mynd­ir Gerðar sækja inn­blást­ur í bíl­hluta og fleira tengt upp­haf­legri starf­semi í hús­inu og nær­liggj­andi um­hverfi,“ seg­ir Minja­stofn­un m.a.

Heimild: Mbl.is