Home Fréttir Í fréttum Millj­arðaverk­efni í Nor­egi hjá Eflu verkfræðistofu

Millj­arðaverk­efni í Nor­egi hjá Eflu verkfræðistofu

108
0
Tölvu­teikn­ing af hluta veg­ar­ins sem Efla vinn­ur að. Mynd: Mbl.is Tölvu­teikn­ing/​Norska vega­gerðin

Verk­fræðifyr­ir­tækið Efla hef­ur nú lokið hönn­un á 4,5 kíló­metra veg­kafla norðan við Þránd­heim.

<>

Verkið var unnið í sam­starfi við norsku vega­gerðina og kostaði í heild um 100 millj­ón­ir norskra króna, um 1,35 millj­arða ís­lenskra króna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um um­svif Eflu í Nor­egi í Morg­un­blaðinu í dag.

Fyr­ir­tækið hef­ur verið um­svifa­mikið í verk­efn­um í Nor­egi á und­an­förn­um árum. Guðmund­ur Guðna­son, sviðsstjóri sam­gangna hjá Eflu, seg­ir þó að styrk­ing krónu geti haft áhrif á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Nor­egi til framtíðar.

Að hans sögn tók hönn­un­in um sex mánuði. Efla hef­ur ný­lega unnið þrjú verk á svipuðu svæði nærri Þránd­heimi, er þeim nú lokið og þau kom­in í rekst­ur.

Heimild: Mbl.is