Home Fréttir Í fréttum Fermetraverð í miðborg Óslóar náði 2 milljónum

Fermetraverð í miðborg Óslóar náði 2 milljónum

89
0
Dæmi eru um að fermetraverð í miðborg Óslóar nái jafnvirði tveggja milljóna íslenskra króna. Fasteignasalar segja að það hljóti að koma að því að verðið taki dýfu.

Ungu fólki gengur illa að eignast eigin íbúð víðar en hér á landi. Fasteignaverð hefur hækkað jafnt og þétt í Noregi eins og hér síðustu ár og ekkert lát á, í það minnsta ekki á næstu árum, samkvæmt helstu spám.

<>

Hege Möller er flugumferðarstjóri og hefur búið í eigin íbúð í miðborg Ósló í nokkur ár en þarf nú að stækka við sig.

Íbúðin var seld á jafnvirði tæpra 45 milljóna íslenskra króna, meira en fjórðungi meira en sett var á hana. Ungt fólk á mjög erfitt með að komast að, ekki aðeins vegna verðsins heldur einnig samkeppninnar.

Heimild: Ruv.is