Home Fréttir Í fréttum Oddný lauk sveinsprófi í pípulögnum fyrst íslenskra kvenna: „Þetta var sjálfseflandi“

Oddný lauk sveinsprófi í pípulögnum fyrst íslenskra kvenna: „Þetta var sjálfseflandi“

381
0

Oddný María Gunnarsdóttir var fyrsta konan til að ljúka sveinsprófi í pípulögnum á íslandi árið 1990.

<>

Hún segist hafa leiðst út á þessa braut fyrir tilviljun eftir að hún kynntist manni sem var pípulagningameistari. Hann sagði henni að engin kona hefði lokið sveinsprófi og taldi konur ekki hafa nokkurn áhuga á svona vinnu.

Ég spurði hann hvort það væri ekki frekar það að menn vildu ekki taka stúlkur á samning í pípulagningum.

Hann reyndist ekki mótfallinn því að taka konu sem nema og innan skamms var Oddný komin á samning hjá honum. „Ég uppgötvaði hvað það var margt sem ég var að læra á þessu og hvað þetta var sjálfseflandi,“ segir Oddný.

Rætt er við Oddnýju og fleiri konur í myndbandi sem er hluti af herferðinni #kvennastarf sem hefur það markmið að berjast gegn mýtum um starfsgreinar sem ýmist eru skilgreindar kvenna- eða karlastörf. Í myndbandinu er fjallað sérstaklega um pípulagnir og rætt við konur sem starfa innan greinarinnar.

Myndband #kvennastarf

Frá upphafi hafa 1.159 manns lokið sveinsprófi í pípulögnum á Íslandi. Þar af eru aðeins fjórar konur. 54 karlmenn eru við nám í pípulögnum í dag og aðeins ein kona.

Heimild: Eyjan.is