Home Fréttir Í fréttum Voru vinnuvélar seldar fyrir fíkniefni eftir hrunið 2008?

Voru vinnuvélar seldar fyrir fíkniefni eftir hrunið 2008?

399
0
Mynd tekist frétt ekki neitt.

Nýstárlegar fullyrðingar koma fram í bókinni „Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits?“ eftir Björn Jón Bragason lög- og sagnfræðing. Bókin kom út laust fyrir síðustu jól.

<>

Í henni er rakin aðkoma Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans að þremur stórum málum sem eftirlitið rannsakaði.

Í upphafi bókarinnar er í stuttu máli greint frá þeim aðstæðum sem sköpuðust hér á landi við bankahrunið haustið 2008.

Meðal annars var tekin upp ströng gjaldeyrisskömmtun. Sett var í forgang að einungis skyldi forgangsraðað í afgreiðslu gjaldeyris þannig matvæli, lyf, olíuvörur og aðrar nauðsynjar í innflutningi til landsins hefði forgang svo fólk hefði nauðsynjar og halda mætti atvinnulífinu gangandi.

14.02.2017 Gjaldeyriseftirlitið
Bók „Gjaldeyriseftirlitið – Vald án eftirlits?“ eftir Björn Jón Bragason

Í bók Björns Jóns segir svo (bls. 14):

”Þetta ástand hafði lamandi áhrif á nær alla þætti íslensks atvinnulífs. Einn var þó sá geiri sem virtist ónæmur fyrir ástandinu – innflutningur ólöglegra fíkniefna.

Það kom lögregluyfirvöldum mjög á óvart hve lítið dró úr framboði á ólöglegum fíkniefnum þessar vikur eftir fall bankanna.

Ætla hefði mátt að erfiðleikar við að skipta krónum yfir í gjaldeyri myndu leiða til minna framboðs og með því hærra verðs.

Sáralítið bar á því. Það virðist hafa tekið innflytjendurna örskamma stund að útvega nægan gjaldeyri til kaupanna.

Síðan er bætt við:

”Einhver hluti hins mikla útflutnings á vinnuvélum úr landinu vikurnar og mánuðina eftir hrun, til dæmis gröfum og vörubílum, var síðar rakinn til þeirra viðskipta.

Talið er að í ársbyrjun 2009 hafi um 1.300 beltagröfur verið í landinu og flestar staðið verkefnalausar.

Andvirði sumra þeirra endaði að sögn kunnugra í vasa hollenskra fíkniefnaheildsala.“

Í neðanmálsgrein við þetta kemur fram að hátt í 30% af vinnuvélum sem voru í landinu fyrir hrun hafi verið fluttar út.

Þar er tilgreint að ónafngreindur lögreglumaður hafi greint Birni Jóni frá þessum upplýsingum í viðtali 24. nóvember 2015 um að vinnuvélarnar hafi verið seldar fyrir fíkniefni sem síðan voru send til Íslands og seld fyrir krónur.

Heimild: Eyjan.is