Home Fréttir Í fréttum Felldu framkvæmdaleyfið fyrir stækkuninni úr gildi

Felldu framkvæmdaleyfið fyrir stækkuninni úr gildi

5
0
Miklar framkvæmdir voru fyrirhugaðar við stöðina. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi fyrir stækkun Landsvirkjunar á Sigöldustöð á fundi sínum í vikunni.

Ástæðan er að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar.

Sigöldustöð í Tungnaá er vatnsaflsvirkjun sunnan við Þórisvatn sem gangsett var árið 1978 en umrætt leyfi til stækkunar hafði hreppsnefnd Ásahrepps veitt í febrúar að undangengnu virkjunarleyfi Orkustofnunar, auk þess sem forsætisráðherra samþykkti framkvæmdina á sínum tíma.

Ógildingin þýðir að nú eru stækkunarframkvæmdir óheimilar.

Heimild: Mbl.is