Home Fréttir Í fréttum Úrslit í hönnunarsamkeppni um aðstöðu fyrir ferðamenn við Hengifossá

Úrslit í hönnunarsamkeppni um aðstöðu fyrir ferðamenn við Hengifossá

112
0
Höfundar vinningtillögu eru ZIS AS; Eirik Rønning Andersen, siv.ark. MNAL og Sigríður Anna Eggertsdóttir, arkitekt FAÍ.

Föstudaginn 10. febrúar s.l. voru kynntar niðurstöður í hönnunarsamkeppni um aðstöðu fyrir ferðamenn við Hengifossá,  nánasta umhverfi aðstöðubyggingar, ásamt lausnum á hvíldar- og útsýnisstöðum, hliðum og merkingum. Alls bárust 12 tillögur í keppnina.

<>

Höfundar vinningtillögu eru ZIS AS; Eirik Rønning Andersen, siv.ark. MNAL og Sigríður Anna Eggertsdóttir, arkitekt FAÍ.

Umsögn dómnefndar:Tillagan er frumleg og með fágað yfirbragð sem fellur vel að umhverfinu. Hún svarar mjög vel kröfum keppnislýsingar. Byggingin myndar áhugavert aðstöðurými utandyra sem er aðgreint frá bílastæðum. Stækkunarmöguleiki er skýr og skapar eðlilegt framhald af  byggingunni. Starfsmannarými í byggingunni er takmarkað og þarfnast skoðunar. Lausnir á merkingum, hvíldarstöðum og brúm eru einfaldar en vel útfærðar.

DÓMNEFNDARÁLIT

Heimild: AI.is