Home Fréttir Í fréttum Félag í eigu Blaá lónsins stefnir á að byggja á formúlubrautarlóð

Félag í eigu Blaá lónsins stefnir á að byggja á formúlubrautarlóð

653
0

Reykjanesbær hefur úthlutað félagi í eigu Blaá lónsins, Jarðvangi ehf. lóðinni Breiðaseli 73, sem staðsett er við gatnamót Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Lóðin er rétt rúmir 50.000 fermetrar að stærð og hentar vel til uppbyggingar á þjónustu tengdri þeim mikla fjölda ferðamanna sem leggur leið sína til landsins um þessar mundir og spár gera ráð fyrir að margfaldist á komandi árum.

<>

Lóðin var áður skipulögð sem hótelsvæði vegna fyrirhugaðrar formúlubrautar sem til stóð að reisa á svæðinu á árunum fyrir hrun, en meðfylgjandi mynd eru tölvuteikning af þeim áformum.

Heimild: Sudurnes.net