Home Fréttir Í fréttum Fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir fyr­ir meira en 90 millj­arða

Fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir fyr­ir meira en 90 millj­arða

201
0
Mynd: mbl.is/Ó​mar

Alls er áformað að tíu helstu fram­kvæmdaaðilar hins op­in­bera, það er að segja rík­is og sveit­ar­fé­laga, standi fyr­ir útboðum vegna fram­kvæmda sem nema meira en 90 millj­örðum króna á þessu ári. Þetta kom fram á svo­nefndu útboðsþingi sem haldið var á veg­um Sam­taka iðnaðar­ins í lok síðast liðinn­ar viku. Mun þetta vera áþekkt því sem fram­kvæmt var fyr­ir í fyrra. Af ein­stök­um aðilum ráðger­ir Lands­virkj­un að fram­kvæma mest; fyr­ir rúma 20 millj­arða. Einkum eru það verk­efni sem tengj­ast Þeistareykja­virkj­un og stækk­un Búr­fells­virkj­un­ar. Þá ráðger­ir Vega­gerðin að fram­kvæma fyr­ir 19 millj­arða króna á ár­inu. Sem dæmi um verk­efni á veg­um henn­ar á ár­inu eru vega­gerð í Gufu­dals­sveit, gatna­mót sunn­an Hafn­ar­fjarðar við Krýsu­vík­ur­veg og vega­gerð við Horna­fjarðarfljót.

<>

Reykja­vík­ur­borg bæt­ir í

Af öðrum aðilum hef­ur Reykja­vík­ur­borg áform um að fram­kvæma fyr­ir 14,2 millj­arða króna á ár­inu og er það um­tals­vert meira en á fyrra ári. Sam­tals eru verk­efni Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins fyr­ir 11,3 millj­arða ráðgerð á ár­inu. Landsnet hyggst fram­kvæma fyr­ir 10 millj­arða. OR veit­ur og Orka nátt­úr­unn­ar fyr­ir sam­tals ríf­lega 10,1 millj­arð. Þá ráðger­ir Kópa­vogs­bær fram­kvæmd­ir fyr­ir 2,3 millj­arða og Faxa­flóa­hafn­ir fyr­ir 2,2 millj­arða.

Hag­ur verk­taka að batna

„Það varð viðsnún­ing­ur í fyrra, þá jókst magn þeirra fram­kvæmda sem boðnar voru út,“ seg­ir Árni Jó­hanns­son, sviðsstjóri bygg­inga- og mann­virkja­sviðs Sam­taka iðnaðar­ins. Árni seg­ir fram­kvæmd­ir af þessu um­fangi skipta máli fyr­ir fé­lags­menn í Sam­tök­um iðnaðar­ins sem eru í verk­tak­a­starf­semi. „Hefðbund­in jarðvinna er ekki kom­in af stað eft­ir hrunið. Það eru nær eng­ar virkj­ana­fram­kvæmd­ir sem krefjast mik­ill­ar jarðvinnu, fyr­ir utan stækk­un Búr­fells­virkj­un­ar. Þannig að enn hef­ur ekki orðið aukn­ing hjá al­menn­um jarðvinnu­verk­tök­um.“ Árni seg­ir mik­il um­svif í al­mennri bygg­inga­starf­semi í augna­blik­inu, ekki síst vegna hót­el­bygg­inga.

Heimild: Mbl.is