Byggðarráð Norðurþings hefur samþykkt samkomulag við PCC á Bakka um að úthluta fyrirtækinu lóðir fyrir ellefu parhús í Holtahverfi á Húsavík. Mun fyrirtækið samkvæmt samkomulagi við bæinn ljúka framkvæmdum við uppbyggingu parhúsanna á næstu sex til átta mánuðum.
Á móti mun sveitarfélagið hefjast handa við gatnagerð svo fljótt sem verða má.
PCC reisir nú kísilmálmverkversmiðju á Bakka við Húsavík. Áætluð framleiðslugeta fyrirtækisins verður um 32 þúsund tonn en til þess þarf um 50 megavatta raforku. Rúmlega eitt hundrað starfsmenn munu starfa við verksmiðjuna og til þess þarf að fjölga íbúðum á svæðinu.
Heimild: Visir.is