Home Fréttir Í fréttum ÍR uppbyggingin mun kosta rúma 3 milljarða

ÍR uppbyggingin mun kosta rúma 3 milljarða

293
0
Drög að nýrri Suður-Mjódd. Fyr­ir­hugaður frjálsíþrótta­völl­ur er lengst til vinstri á mynd­inni. Fjöl­nota íþrótta­húsið er sýnt sem grátt hús við knatt­spyrnu­vell­ina. Stúk­an verður tengd við húsið. Nú­ver­andi íþrótta­hús ÍR er á sömu lóð. Tölvu­teikn­ing/​Teikni­stof­an Storð
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður ÍR, undirrituðu í dag samstarfssamning um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja í Breiðholti.

Undirritunin í dag er afrakstur langra viðræðna ÍR og borgarinnar. Samningurinn tryggir framtíðarsýn ÍR um uppbyggingu og rekstur íþróttamannvirkja í Breiðholti með fyrsta flokks þjónustu fyrir börn, unglinga og afreksfólk, eins og segir í tilkynningu ÍR í dag.

<>

„Þetta eru rúmir 3 milljarðar sem þetta hefur verið áætlað,“ sagði Dagur B. Eggertsson í samtali við RÚV.

Samkvæmt samningnum er mikil uppbygging framundan í Breiðholti, meðal annars verður nýr frjálsíþróttavöllur tekinn í notkun á næsta ári, félags- og búningsaðstaða bætt, knatthús verður tekið í notkun árið 2018, íþrótta- og keppnishús með löglegum handbolta- og körfuboltavelli árið 2020 og byggingu fimleikahúss verður lokið fyrir 2023.

„Þessi hús munu skipta okkur verulega miklu máli og verður svona sameining.  En við viljum fyrst sjá þetta líta dagsins ljós,“ sagði Ingigerður eftir undirritunina.

Heimild: Ruv.is