Home Fréttir Í fréttum 129 íbúðir rísa á Kárs­nesi í Kópa­vogi

129 íbúðir rísa á Kárs­nesi í Kópa­vogi

251
0
Fram­kvæmd­ir á Kárs­nesi hefjast strax núna í janú­ar. Mynd: Mbl.is

Bæj­ar­stjórn­in í Kópa­vogi hef­ur und­ir­ritað samn­ing við fast­eigna­fé­lagið Upp­haf um upp­bygg­ingu 129 íbúða á Kárs­nesi. Gert er ráð fyr­ir því að fram­kvæmd­ir taki 36-38 mánuði.

<>

Að sögn Pét­urs Hann­es­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Upp­hafs, er þetta fjár­fest­ing upp á um fjóra millj­arða króna.

„Það er ánægju­legt að taka fyrstu skóflu­stung­una að nýj­um íbúðum sem eru hugsaðar fyr­ir ungt fólk á Kárs­nes­inu. Það mark­ar visst upp­haf á end­urupp­bygg­ingu svæðis­ins sem felst í því að gæða það auknu lífi með fjöl­breyttri íbúðabyggð með áherslu á vist­væn­ar sam­göng­ur með til­komu brú­ar yfir Foss­vog­inn,“ seg­ir Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri

Heimild: MBl.is