Home Fréttir Í fréttum Leiga á óleyfilegu íbúðarhúsnæði vaxandi vandi

Leiga á óleyfilegu íbúðarhúsnæði vaxandi vandi

67
0
Mynd: Ruv.is
Sviðsstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins telur útleigu á óleyfilegu íbúðarhúsnæði vaxtandi vandamál og meðal annars megi kenna húsnæðisskorti um. Tólf til fimmtán íbúar bjuggu í iðnaðar- og verslunarhúsnæði í Kópavogi sem eldur kom upp í síðustu nótt

 

<>

Mikill eldur logaði þegar mest var og allt tiltækt slökkvilið var kallað út, auk mannskaps á bakvakt. Eldurinn reyndist að mestu bundinn við milliloft og þak yfir þremur verslunum í húsinu.

Um 12-15 manns, sem búa í húsinu, neyddust til að yfirgefa híbýli sín, en Rauði krossinn fann þeim öruggan næturstað. Húsið er ekki skráð sem íbúðahúsnæði. Verslunarkjarninn var mannlaus að öðru leyti og engum varð meint af.  Eldsupptök eru ókunn. Slökkviliðsmenn segjast farnir að gera ráð fyrir að fólk búi í húsum sem ekki eru skráð sem slík.

„Við höfum mjög sterklega á tilfinningunni að þetta sé að aukast, það eru ansi mörg mál sem eru að detta inn til okkar ýmist í skoðunum eða samkvæmt ábendingum. En við höfum ekki haft mannafla til þess að fara í umfangsmikla kortlagningu eins og við höfum gert þrisvar sinnum áður, þetta hefur verið í vinnslu hjá okkur frá árinu 2003 þegar fór fyrst að bera á þessu fyrir alvöru,“ sgir Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Hann segir helmingi færri vinna að þessum málaflokki nú en fyrir sjö árum. Hann segir að þeir sem svona útleigu stunda vera erfiða viðfangs. Hann segir hægt að gera kröfur um úrbætur og síðan beita dagsektum eða loka húsnæðinu. Núna eru 20 mál í dagsektaferli, þrjú í lokunarferli og tveimur húsum hafi verið lokað í fyrra.

„Rót vandans er náttúrulega húsnæðisskortur, í fyrsta lagi er lítið húsnæði að hafa og ef það væri þá örugglega ekkert sem þessir  hópar hefðu efni á að kaupa. Síðan finnst mér pínulítið skondið að rekstraraðilar í gróðaskyni geti stefnt lífi fólks í bráða hættu án þess að það séu einhver refsiviðurlög við því.“

Bjarni segir að það standi reyndar í brunalögum að það skuli kæra gróf brot til lögreglu, en slík mál hafi ekki orðið að neinu, en víða erlendis sé tekið á svona af  hörku.

Heimild: Ruv.is