Home Fréttir Í fréttum Nýtt 3.000 fermetra alhliða íþróttahús verður reist við Egilshöll

Nýtt 3.000 fermetra alhliða íþróttahús verður reist við Egilshöll

493
0

Nýtt 3.000 fermetra alhliða íþróttahús verður reist við Egilshöll og tekið í notkun í byrjun næsta árs. Skrifað var undir samkomulag um uppbyggingu, framkvæmd og rekstur hússins á fimmtudag.

<>

Húsið sem er fyrst og fremst hugsað fyrir handknattleik og körfuknattleik auk annarra íþróttagreina verður eign fyrirtækisins Regins og byggt og rekið á vegum félagsins. Reykjavíkurborg leigir tíma í hinu nýja húsi fyrir íþróttastarf Fjölnis. Fjölnir og Reginn gerðu einnig með sér samkomulag um samstarf um rekstur þessa nýja mannvirkis auk annarra rekstrareininga í Egilshöll, en fyrir eru eldri samningar um knatthús, fimleikahús auk annarrar íþrótta- og félagsaðstöðu.

Heimild: Visir.is