Home Fréttir Í fréttum Byggingarfélag Gylfa og Gunnars kaupir Miðland á 651 milljón

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars kaupir Miðland á 651 milljón

293
0

Dótturfélag Landsbankans hefur selt Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars félagið Miðland ehf. fyrir 651 milljón króna, en félagið á land í Hlíðahverfi í Reykjanesbæ. Suðurnes.net greindi frá því fyrstur fjölmiðla að til stæði að selja félagið til Byggingarfélags Gylfa og Gunnars þann 20. desember síðastliðinn.

<>

Landið er suðvestan við núverandi byggð í sveitarfélaginu, en þar er gert ráð fyrir byggingu 485 íbúða ásamt atvinnuhúsnæðis.

Hömlur seldi Miðland
„Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans, hafa selt Byggingafélagi Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) allt útgefið hlutafé í Miðlandi ehf.,“ af því er segir í tilkynningu frá bankanum.
BYGG átti hæsta tilboð í félagið í opnu söluferli sem hófst með auglýsingu þann 1. október 2016.

Miðland er fjárfestinga- og fasteignafélag sem á land í Hlíðahverfi í Reykjanesbæ og suðvestan við núverandi byggð í sveitarfélaginu.

Á svæðinu er gert ráð fyrir byggingu 300 íbúða á um 20 hektara skipulagssvæði samkvæmt samþykktu deiliskipulagi og allt að 185 íbúðum til viðbótar ásamt atvinnuhúsnæði, á samtals um 14 hektara svæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

Fjögur tilboð bárust
Söluferlið fór fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og var öllum opið sem uppfylltu hæfismat og gátu sýnt fram á 300 milljón króna fjárfestingargetu.

Fjögur óskuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í fyrri hluta söluferlisins sem lauk 26. október og þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests í seinni hlutanum sem lauk 30. nóvember. Afhending og greiðsla fyrir hlutaféð hefur farið fram.

Kaupverð er 651 milljón króna (heildarvirði, e. enterprise value) en auk þess mun BYGG inna af hendi viðbótargreiðslu til Hamla, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.“

Heimild: Sudurnes.net