Home Fréttir Í fréttum Trúnaður um kauptilboð í Hellisheiðarvirkjun

Trúnaður um kauptilboð í Hellisheiðarvirkjun

201
0

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafnaði í síðasta mánuði tilboði sem barst 2. desember í Hellisheiðarvirkjun.

Eftir að hafa rætt málið samþykkti stjórnin samhljóða að þakka tilboðið en fela Brynhildi Davíðsdóttir stjórnarformanni að upplýsa þann sem vildi kaupa um að engin ákvörðun hafi verið tekin um sölu virkjanasamstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Slíkar ákvarðanir væru ekki á færi stjórnar heldur eigenda fyrirtækisins. Í fundargerð stjórnarinnar kemur fram að farið var með tilboðið sem trúnaðarmál og þar með kemur ekkert fram um hver vildi kaupa Hellisheiðarvirkjun og hvað viðkomandi var reiðubúinn að greiða.

Heimild: Ruv.is

Previous articleByggðu stafkirkju fyrir Færeyinga
Next articleNýtt 3.000 fermetra alhliða íþróttahús verður reist við Egilshöll