Home Fréttir Í fréttum Jarðstrengur tengdur undir Eyjafjöllum

Jarðstrengur tengdur undir Eyjafjöllum

124
0
Mynd: RARIK

Síðan í haust hefur verið unnið að lagningu á 26 km háspennustreng á 33kV spennu undir Eyjafjöllum.

<>

Strengurinn var tekinn í notkun þann 8. desember síðastliðinn en hann leysir af hólmi loftlínu frá árinu 1961.

Stofnlögn raforkudreifingar til Víkur er nú að stærstum hluta komin í jarðstreng, eða um 50 km af rúmum 60 km. Með þessu er gert ráð fyrir að afhendingaröryggi raforku í Vík aukist til muna, þar sem veður og áflug fugla, sem hingað til hafa veirð helstu truflunarvaldar, muni minnka verulega.

Heimild: Sunnlenska.is