Home Fréttir Í fréttum Tillaga að fimm hæða húsum í Vestmannaeyjum

Tillaga að fimm hæða húsum í Vestmannaeyjum

132
0
Mynd: Eyjar.net

Skipulagsbreyting á deiliskipulagi H-1 var rædd á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar. Fyrir lá breytingartillaga deiliskipulags sem unninn var af skipulagshönnuðum Alta ehf.

<>

Í tillögunni felst að skilmálar um hámarkshæð og heildarbyggingarmagn eftirfarandi húsa breytist þannig að;

– Ægisgata 2 – sem fyrir er 17m. en verður heimilt að hækka í 17,75m. þar sem heildarbyggingarmagn verður 4900m2.

– Tangagata 10 – heimilt 14,2m. en verður heimilt að hækka í 17,75m. þar sem heildarbyggingarmagn verður 2510m2

– Strandvegur 30 (húshluti sem áður var Tangagata 12) – heimilt 13,9m. en verður 17,75m. þar sem heildarbyggingarmagn verður 1520m2

Samkvæmt tillögu verður því heimilt að reisa fimm hæða hús á lóðunum og verður hámarkshæð þeirra allra 17,75m. í samræmi við þaklínu Fiskiðjunar. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar, segir í bókun umhverfis- og skipulagsráðs.

 

Skýringarmynd:

Grátt = Hæð núverandi bygginga
Dökkblátt = Heimiluð hækkun skv. gildandi skipulagi
Ljósblátt = Tillaga að breyttu deiliskipulagi, hækkun
Heimild: Eyjar.net