Home Fréttir Í fréttum RARIK bregst við orkuþörf risahótels

RARIK bregst við orkuþörf risahótels

309
0
Mynd: Fosshotel.is

Raforkuþörf nýs lúxushótels á Hnappavöllum sem opnað var í sumar er svo mikil að til að anna henni hefur RARIK þurft að grípa til aðgerða og þörf er á frekari aðgerðum til að tryggja afhendingu rafmagns.

<>

Truflanir ekki hótelinu að kenna

Það var í júní síðastliðnum sem opnað var nýtt og stórt fjögurra stjörnu lúxushótel á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls, milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Hótelið, sem heitir Fosshótel Jökulsárlón, er sagt það stærsta sinnar tegundar í dreifbýli með 104 herbergi. Eins og gefur að skilja útheimtir slík starfsemi umtalsverða orku og þegar vart varð truflana á raforkuafhendingu á svæðinu í kring fóru einhverjir að velta fyrir sér hvort nýja hótelinu væri hugsanlega um að kenna. DV leitaði skýringa á þessum orðrómi hjá RARIK. Þar fengust þau svör að ekki væri rétt sem DV hafði heyrt að hótelið væri að taka svo mikla raforku til sín að það orsakaði rafmagnsleysi á svæðum í kring.

„Hins vegar er rétt að hótelið tekur umtalsvert rafmagn og til að anna því hefur þurft að grípa til aðgerða og þarf að grípa til frekari aðgerða,“ segir í svari RARIK. Truflanir eigi sér hins vegar eðlilegar skýringar.

Heimild: Dv.is