Home Fréttir Í fréttum Miklar aðgangshindranir fyrir þyrlu í hönnun nýs Landspítala

Miklar aðgangshindranir fyrir þyrlu í hönnun nýs Landspítala

152
0
Byggingasvæði í Vatsmýri (áður Neyðarbraut) í aðflugsstefnu að þyrlupalli á Nýjum Landspítala við Hringbraut.
Byggingasvæði í Vatsmýri (áður Neyðarbraut) í aðflugsstefnu að þyrlupalli á Nýjum Landspítala við Hringbraut.

Almannaöryggis vegna staðsetningar þyrlupalls á 5 hæð rannsóknarhúss við hlið meðferðarkjarna eins og ráðgert er á Nýjum Landspítala á þröngri Hringbrautarlóðinni, er óásættanlegt og fram kemur í kröfum flugmálayfirvalda um þyrlukostinn sem ætlaður er til lendinga og aðeins í „neyðartilfellum“. Ástæða er til að flestir og ekki síst stjórnmálamenn sem ábyrgðina bera, myndi sér skoðun á málinu áður en aðalbyggingaframkvæmdir hefjast á Hringbrautinni. Varla verður þá aftur snúið með 100 milljarða króna fjárfestingu á þjóðarsjúkrahúsinu okkar og velja ætti framsýnni og hagkvæmari staðsetningu.

<>

Alvarleg mistök voru gerð á lokametrum undirbúnings með ákvörðun að loka neyðarbrautarinnar svokölluðu 2012 og gegndi lykilhlutverki í öryggi þyrlupallsins á spítalanum og reyndar á öllu öryggi sjúkraflugs til Reykjavíkurflugvallar sem nálgast 700 á árinu. Uppbygging er þegar hafin á Valslóðinni við NA enda hennar og við Hlíðarenda. Þannig lokun alls opins aðflugs að þyrlupallinum (yfir flugbraut) og sem upphaflega var ráð gert fyrir, en ekki yfir íbúabyggð. Reykjavíkurborg vildi fá meira fyrir sinn snúð af landsvæði og upphaflega var ætlað spítalanum í skipulagi um síðustu aldarmót og til langrar framtíðar. Til nauðsynlegrar uppbyggingar og þar sem hugsanlega mætti líkja byggja góðan þyrluflugvöll. Nú er fyrirhugað sjúkraþyrluflug komið í sjálfheldrargildru sem og hluti alls sjúkraflugs í slæmum veðurskilyrðum á vellinum. Enginn veit heldur með framtíð sjálfs aðalflugvallar Reykjavíkurborgar og borgaryfirvöld vinna nú með öllum ráðum að hverfi.

Í ár er 30 ára afmæli íslenska þyrlusjúkraflugs LHG og hafa sjúkraflutningarnir á þeirra vegum aukist mikið og gegna lykilhlutverki í bráða- og neyðarþjónustu Íslands. Útköll á þeirra vegum með lækni eru orðin hátt á þriðja hundrað og sem fram kom í yfirlitsgrein Fréttablaðsins í lok síðasta árs. Aukningin er greinilega tengd ferðamennsku, bæði innlendra og erlendra og sem væntanlega á eftir að mikið.

Í Læknablaðinu 1994 var uppgjör á einum af fyrstu árum sjúkraflugs með þyrlum LHG fyrir árið 1991. Heildarútköll voru 109 og 57 vegna slysa og veikinda. Ástandið var talið alvarlegt í 44 af 72 tilvikum eða í 77% tilvika. 56% þurftu á skurðaðgerð að halda í beinu framhaldi sjúkraflugs og 29 (40%) á gjörgæsluplássi að halda. Síðan eru liðin 25 ár og þyrlusjúkraflugið svo sannarlega sannað sig í erfiðu landi og þar sem umferðaslysum fer fjölgandi. Af þessum tölum þegar árið 1991 má sjá að núverandi áætlanir um 36 nauðsynlegar lendingar á Nýjum Landspítala við Hringbraut samkvæmt nýjustu upplýsingu forráðamanna bygginganefndar Nýs Landspítala og fram kom í nýlegu viðtali við forsvarsmenn á Bylgjunni um miðjan nóvember sl. (2-3 lendingar á þyrlupalli á mánuði max.). Upphaflega voru þær lendingar aðeins áætlaðr 14 samkvæmt hönnunarskýrslu SPÍTALS hópsins 2012.

 

Nær má segja að þær nálgist 400 (nær daglega) eftir árið 2023 og ef sama hlutfall alvarlegra slasaðra eða veikra haldist miðað við fyrir rannsóknir slíkra flutninga hérlendis og erlendis. Málið verður auðvitað miklu alvarlegra ef Reykjavíkurflugvöllur lokar í framtíðinni og langar vegalengdir er fyrir sjúkrabíl að fara frá næsta flugvelli, hvar svo sem hann verður!

Nútímakröfur eru einfaldlega um skjótan og til þess að gera eins örugga flutninga og kostur er á nærliggjandi bráðasjúkrahús þegar um bráðveikindi eða alvarleg slys er að ræða, hvar sem er og hver mínúta getur skipt máli. Loftleiðina þegar vegalengdir landleiðina eru bæði langar og oft tvísýnar. Það skýtur því skökku við að ein mesta hindrunin skuli vera að áfangastaðnum, sjálfu þjóðarsjúkrahúsinu. Árleg um 30% fjölgun túrista í milljónatali á ári hverju og stærsta þáttinn eiga í alvarlegustu umferðaslysum landsins eykur enn á vandann.

Það er ljóst að bráðaflutningum framtíðarinnar með flugi eru settar alvarlegar aðgengishindranir að aðal bráðasjúkrahúsi landsins og sem skapar jafnframt áhættu fyrir allt nýja spítalaumhverfið. Auk þess auðvitað hávaða- og ryk/reykmengunar við lendingarstaðinn sjálfann á spítalanum, á öllum tímum sólarhringsins rétt við suðurglugga legudeilda meðferðarkjarnans.

Þyrluþáttur Hringbrautarmálsins auk aðgangshindrana hvað bílaumferð varðar (m.a. fyrir sjúkraflutninga) finnst mér persónulega alvarlegastur allra galla í núverandi byggingaráformum. Í raun óásættanleg niðurstaða er varðar öryggi lífæðar alvarlegustu bráðaflutninga landsins og þegar sjúklingar og slasaðir séu svo „óheppnir“ að vera staddir úti á landi, jafnvel í sinni heimabyggð, eða í vinnu til sjós.

Heimild: Pressan.is