Home Fréttir Í fréttum Lítur út fyrir gerviverktöku og undirboð í Helguvík

Lítur út fyrir gerviverktöku og undirboð í Helguvík

187
0
Kís­il­mál­ver United Silicon tók form­lega til starfa um miðjan nóv­em­ber. Mynd: Mbl.is

Í til­boði sem pólska verk­taka­fyr­ir­tækið Metal Mont gerði í til­tekna verkþætti við bygg­ingu kís­il­málm­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík virðist sem leiga á starfs­mönn­um hafi verið búin í bún­ing verk­töku til að kom­ast hjá greiðslu op­in­berra gjalda hér­lend­is.

<>

Þetta er mat Hall­dórs Grönd­vold, aðstoðarfram­kvæmda­stjóra ASÍ, eft­ir að hann fór yfir fyrr­nefnd gögn sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

„Full ástæða er til að ve­fengja að um hefðbund­inn eða eðli­leg­an verk­samn­ing sé þarna að ræða. Frek­ar sé verið að búa starfs­manna­leigu­starf­semi í bún­ing verk­töku. Þá er ein­sýnt miðað við þær magn­töl­ur og greiðslur sem þar koma fram að þau kjör sem starfs­mönn­um er ætlað að vinna eft­ir stand­ast ekki lág­marks­kröf­ur kjara­samn­inga og laga sem gilda á ís­lensk­um vinnu­markaði,“ seg­ir Hall­dór

Heimild: Mbl.is