Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir eru hafnar við stækkun gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum

Framkvæmdir eru hafnar við stækkun gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum

109
0

Framkvæmdir eru hafnar við stækkun gestastofu þjóðgarðsins á Þingvöllum.

<>

Vegna síaukins straums ferðamanna að hinum merka stað Þingvöllum er ákveðið að ráðast í stækkun núverandi fræðslumiðstöðvar á Hakinu sem reist var árið 2002 og er fyrir löngu orðin allt of lítil. Heildarstærð gestastofunnar með núverandi byggingu verður um 1.277 m² og verður innra skipulagi breytt og samræmt með það í huga að inn í húsið komi sýningar af háum gæðum.

Um einstakt umhverfi og sögustað er að ræða og þarf að vanda mjög vel til allra bygginga sem reistar eru á svæðinu og halda landraski í lágmarki. Til að tryggja sem bestan árangur með tilliti til umhverfisins er stefnt að því að byggingin hljóti vottun samkvæmt umhverfisvottunarferlinum BREEAM og er hönnuðum og verktaka gert að tryggja það í vinnu sinni.

Verktaki við framkvæmdina er Þarfaþing ehf. sem var lægstbjóðandi og gera áætlanir ráð fyrir að framkvæmdin kosti um 470 m.kr

Previous article60 ára gömul tré rifinn niður vegna framkvæmda við Sundlaug Akureyrar
Next articleUmdeilt risahótel við Mývatn fær leyfi