Home Fréttir Í fréttum Vegakerfi landsins liggur undir stórskemmdum

Vegakerfi landsins liggur undir stórskemmdum

85
0

Vegakerfi landsins liggur undir stórskemmdum og fyrirhugaðar framkvæmdir felast einkum í bráðabirgðareddingum. Bregðast verður við með því að setja verulega aukna fjármuni í vegaframkvæmdir strax á þessu ári ef ekki á illa að fara.

<>

Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna í umræðum á Alþingi í gær. Steingrímur vakti þar máls á því að ástand vegakerfisins og samgöngumála væri orðið alvarlegt. Þá hefði samgönguáætlun ekki enn litið dagsins ljós. Hann sagði vegamál hafa hlotið dapurlega afgreiðslu í síðustu tveimur fjárlögum sitjandi ríkisstjórnar og þó það sé gagnrýnivert en mestu máli skipti að horfast í augu við ástandið eins og það sé.

”Vegakerfið liggur undir stórskemmdum, það er að grotna niður og verulegt tjón að verða. Þannig að við erum svo sannarlega að pissa í skóinn okkar hvað það varðar að leggja ekki að minnsta kosti fjármuni til þess að hægt sé að viðhalda þó því vegakerfi sem til staðar er í landinu“

Steingrímur benti á að í Framkvæmdafréttum, blaði Vegagerðarinnar, kæmi fram að á dagskrá væru endurbætur á vegum, fræsun, hjólfaraviðgerðir og vegaxlaviðgerðir. Þetta væru allt bráðabirgðareddingar vegna þess að vegakerfið væri að hrynja. Nauðsynlegt væri að setja verulega aukna fjármuni í vegaframkvæmdir strax á þessu ári, ef ekki ætti illa að fara.

Heimild: Eyjan.is